Um 400 milljóna tap á 3. ársfjórðungi

Drög að árshlutauppgjöri VÍS á þriðja ársfjórðungi og mat á horfum til ársloka sýna að vænt afkoma félagsins er óhagstæðari en afkomuspá gerði ráð fyrir. Samkvæmt drögunum er afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi neikvæð um 370-420 milljónir króna fyrir skatta en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði fyrir skatta upp á 138 milljónir króna á sama tímabili.

VÍS segir í tilkynningu að ástæður séu margþættar, en þyngst vegi verri afkoma af skráðum hlutabréfum í eigu félagsins.

„Í ljósi fréttar sem birt var af Kviku banka um lækkun á virði fasteignasjóðs á vegum GAMMA þann 30.09. sl. upplýsist að niðurfærsla félagsins á gengi hlutdeildarskírteina í eigu þess í sjóðnum GAMMA Novus nemur 155 milljónum króna.

Miðað við fyrirliggjandi forsendur áætlar félagið að hagnaður ársins 2019 fyrir skatta verði um 2.650 milljónir króna, en afkomuspá félagsins gerði ráð fyrir hagnaði upp á 3.006 milljónir króna fyrir skatta. Félagið tilkynnir að öðru óbreyttu sérstaklega ef frávik frá væntum hagnaði ársins 2019 fyrir skatta er umfram 10%,“ segir í tilkynningunni. 

Tekið er fram að uppfærð spá vegna ársins 2019 verði birt samhliða birtingu árshlutauppgjörs 3. ársfjórðungs 23. október. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK