Play vekur athygli víða

Frá blaðamannafundi í gær þar sem Play var kynnt til …
Frá blaðamannafundi í gær þar sem Play var kynnt til sögunnar. Haraldur Jónasson/Hari

Stofnun flugfélagsins Play hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og er fjallað um félagið á fjölda erlendra flugfréttavefja. Bent er á líkindi með Play og WOW air og að það fyrrnefnda verði að vara sig á því að gera sömu mistök og síðarnefnda félagið.

Mikill metnaður og pottþétt markmið er meðal þess sem segir í grein Simple flying og þar segir að með stofnun Play sé WOW air að rísa úr öskustónni, en í þetta sinn með skýra áætlun. Þar segir að rauður einkennislitur Play og stafagerðin í merki félagsins veki óneitanlega upp hugrenningatengsl við fjólubláan einkennislit WOW air og einkennismerki þess. 

„Það er merkilega lítið vitað um þetta flugfélag eins og staðan er núna,“ segir í umfjöllun One mile at a time. „Við vitum um það bil hvenær félagið ætlar að fara í loftið og hugmynd um hvert á að fljúga, en ég átta mig ekki á því hver er munurinn á þessu félagi og WOW air,“ skrifar blaðamaður One mile at a time sem bætir við að honum virðist að verið sé að líkja eftir viðskiptamódeli WOW air; eini munurinn sé að ekki standi til að vöxturinn verði jafn hraður.

Þurfa að varast mistök WOW air

Flugfréttavefurinn Avitrader segir frá stofnun félagsins og fullyrðir að 75% hlutur í félaginu sé í eigu Aisl­inn Whittley-Ryan, dótt­ur eins af stofn­end­um lággjalda­flug­fé­lags­ins Ry­ana­ir og að hún leggi 40 milljónir Bandaríkjadala inn í félagið til að tryggja starfsemi þess í a.m.k. þrjú ár. Þau 25% sem eftir eru séu í eigu Neo, félags í eigu stjórnenda Play, þeirra Arnar Más Magnússonar, Sveins Inga Steinþórssonar, Boga Guðmundssonar og Þórodds Ara Þóroddssonar.

Í umfjöllun Airways Mag segir að ætli Play að lifa af harða samkeppni við Icelandair verði félagið að vara sig á því að endurtaka ekki þau mistök sem WOW air gerði. Þau hafi annars vegar verið of hraður vöxtur og hins vegar kaup á þremur Airbus-vélum. Í umfjölluninni segir að áhugavert verði að fylgjast með því hvaðan Play muni fá Airbus-vélar sínar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK