Selja í Heimavöllum og kaupa í Sýn fyrir 560 milljónir

Róbert Wessman er 50% eigandi Frostaskjóls.
Róbert Wessman er 50% eigandi Frostaskjóls. Aðsend mynd

Fjárfestingafélagið Frostaskjól ehf. hefur selt alla hluti sína í Heimavöllum, en á móti keypt um 7,64% hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Sýn. Var heildarvirði viðskiptanna um 560 milljónir króna.

Eigendur Frostaskjóls eru félögin Reir ehf. og Aztiq fjárfestingar ehf., en Reir er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Bernhard Jakob Strickler. Róbert Wessman fer hins vegar með yfirráð yfir Aztiq fjárfestingum, en hann fer einnig fyrir BBL 105 ehf., sem á fyrir 2,5 milljónir hluta í Sýn samkvæmt framvirkum samningi.

Samkvæmt tilkynningum til Kauphallarinnar vegna viðskiptanna kemur fram að Frostaskjól hafi selt 508.758.653 hluti á genginu 1,1 krónu á hlut, en heildarvirði þess er 559,6 milljónir króna. Félagið keypti svo 20.150.000 hluti í Sýn, en markaðsvirði þess í Kauphöllinni í dag er 560,1 milljón.

Seljandi bréfanna til Frostaskjóls var Res II ehf., en félagið er í eigu Sigurðar Bollasonar og Nönnu Ásgrímsdóttur.

Frostaskjól keypti um 7,64% hlut í Sýn.
Frostaskjól keypti um 7,64% hlut í Sýn. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK