Kærir „púðurskot“ til Blaðamannafélagsins

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá …
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá félaginu. mbl.is/samsett mynd

Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, kallar fréttaflutning Vísis í morgun þar sem talað er um „dularfulla fjármögnun dýrasta húss á Íslandi“ púðurskot. Hann segir fingraför Róberts Wessmann augljós í tengslum við fréttaflutninginn en andað hefur köldu þeirra í milli um nokkurt skeið.

Hann óskar eftir opinberri afsökunarbeiðni frá Vísi og ætlar að kæra málið til Blaðamannafélags Íslands.

Í yfirlýsingu sem Halldór sendi fjölmiðlum fullyrðir hann að blaðamenn Vísis hafi verið fengnir til að birta frétt um samsæriskenningu Róberts vegna persónulegra viðskipta fyrir sex árum.

Hann segir fréttina í öllum aðalatriðum ranga og byggða á órökstuttum vangaveltum og sé í raun „púðurskot“ úr smiðju Róberts Wessman.

Viðskipti mín fyrir sex árum hafa nákvæmlega ekkert með óvildarmenn Róberts að gera, heldur tengjast þau einu af mörgum fjárfestingaverkefnum mínum í gegnum árin. Þá upplýsi ég ennfremur að umrædd viðskipti tengjast ekki beint heimili fjölskyldu minnar, heldur ótengdu verkefni. Því verkefni er ólokið enda um langtíma fjárfestingu að ræða. Uppgjör eigna og skulda því tengt hefur ekki átt sér stað. Ég hef nú þegar boðið ritstjóra visir.is að sjá öll gögn sem tengjast umræddum viðskiptum,“ segir Halldór í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert