Hágæðaþjónusta í brennidepli

Ágústa Johnson ræddi um þjónustu við Stefán E. Stefánsson, fréttastjóra …
Ágústa Johnson ræddi um þjónustu við Stefán E. Stefánsson, fréttastjóra viðskipta á Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ríflega 100 manns komu saman í Hádegismóum í gær þar sem Kompaní, viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins, stóð fyrir fundi fyrir félagsmenn sína. Á fundinum var fjallað um þær leiðir sem fyrirtæki hafa til þess að bæta þjónustustig og bjóða upp á þjónustu í hæsta gæðaflokki.

Á fundinum var rætt við Ágústu Johnson, framkvæmdastjóra Hreyfingar, um hennar reynslu af uppbyggingu og rekstri þjónustufyrirtækis en hún hefur rekið fyrirtæki á sviði líkamsræktar og heilsueflingar allt frá árinu 1986.

Húsfyllir var í Hádegismóum í gærmorgun.
Húsfyllir var í Hádegismóum í gærmorgun. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Góður rómur var gerður að máli Ágústu og spunnust m.a. umræður um virkar leiðir til þess að mæla upplifun viðskiptavina og eins hvernig best megi tryggja að starfsfólk standi saman að því að veita sem besta þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK