Hefja sig á flug 15. júní til 27 áfangastaða

Vél félagsins tekur á loft frá Vínarflugvelli.
Vél félagsins tekur á loft frá Vínarflugvelli. AFP

Austurríska flugfélagið Austrian Airlines tilkynnti í dag að það hygðist hefja flug að nýju 15. júní, eftir að hafa haldið kyrru fyrir á jörðu niðri í nærri þrjá mánuði sökum faraldurs kórónuveirunnar.

Í fyrstu vikunni verður boðið upp á flug til Amsterdam, Aþenu, Basel, Berlínar, Brussel, Búkarest, Dubrovnik, Düsseldorf, Frankfurt, Genfar, Hamborgar, Kaupmannahafnar, Larnöku, Lundúna, München, Parísar, Pristínu, Sarajevo, Skopje, Sofíu, Stokkhólms, Stuttgart, Tel Aviv, Þessalóniku, Tírönu, Varna og Zürich.

Í vikunni þar á eftir, eða frá 22. júní til 28. júní, bætast við eftirfarandi áfangastaðir: Belgrad, Graz, Innsbruck, Kænugarður, Košice, Mílanó, Nice, Prag, Split og Varsjá.

Möguleg ríkisaðstoð lækkaði eftir launalækkanir

Að sögn flugfélagsins verður að mestu flogið á smærri vélum á borð við Embraer 195 og Dash 8. Sætaframboðið verður þá aðeins um 5% af því sem boðið var upp á á sama tíma í fyrra.

Farþegar munu þurfa að bera grímur til að hylja vit þeirra, segir í tilkynningu frá flugfélaginu, sem stendur í samningaviðræðum við stjórnvöld í Vín um ríkisaðstoð.

Í fyrstu krafðist félagið 767 milljóna evra en austurrískir fjölmiðlar herma að fjárhæðin hafi lækkað eftir að starfsmenn flugfélagsins tóku á sig launalækkanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK