Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans …
Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að lækka stýrivexti í síðustu viku. mbl.is/Hallur Már

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti með þeim hætti að fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja lækka um allt að 0,75 prósentustig.

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í síðustu viku og eru þeir nú 1%. Landsbankinn tilkynnti um vaxtalækkun fyrr í dag. 

Í tilkynningu Íslandsbanka segir að almennir innlánsvextir veltureikninga lækki ekki og að jafnaði lækki innlán töluvert minna en útlán. Algeng lækkun sparnaðarreikninga er 0-0,4 prósentustig.

Verðtryggðir húsnæðislánavextir lækka jafnframt. Fastir vextir um 0,35 prósentustig og breytilegir um 0,25 prósentustig.

Ergo-bílasamningar og bílálán lækka að meðaltali um 0,5 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir til fyrirtækja um 0,4 prósentustig.

Vaxtabreytingin tekur gildi 4. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK