Jákvæðar fréttir um Ísland smita jafn hratt og veiran

Andri Már Ingólfsson er forstjóri ferðaskrifstofunnar Ventura.
Andri Már Ingólfsson er forstjóri ferðaskrifstofunnar Ventura. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef að Danir upplifa Ísland sem öruggan áfangastað og hægt verður að standa vel að þessari skimun í Keflavík þá er það allt saman hvati fyrir Dani til að koma og upplifa Ísland,“ segir Andri Már Ingólfsson, forstjóri Aventura, í samtali við mbl.is.

Ferðaskrif­stof­an Aventura hef­ur í sam­starfi við Primotours í Dan­mörku skipu­lagt ferðir til Íslands fyr­ir dönsku ferðaskrif­stof­una og mun fyr­ir­tækið  hefja beint flug frá Dan­mörku 28.júní.

Salan hefst í dag og ef vel tekst í sumar er von um að halda ferðum áfram fram á haustið.

Höfða til þeirra sem hafa þegar bókað ferðir annað

Með þessum ferðum til Íslands er verið að höfða til viðskiptavina Primotours sem keypt hafa ferðir til landa sem nú eru lokuð fyrir ferðamönnum. Andri segir þá farþega skipta þúsundum talsins og þeir hafi nú valmöguleikann á að breyta ferðaáætlunum sínum og ferðast til Íslands í staðinn.

„Ísland er góður valkostur að bjóða viðskiptavinum þeirra í staðinn fyrir sólarlönd. Við urðum bara að búa til hagsætt ferðatilboð til Íslands þannig að það gæti verið sambærilegt við þessa suðrænu staði sem flestir Danir fara til að sumri til,“ útskýrir Andri.

Þurfum einungis að fá lítinn hluta 

Hann segir eftirspurnina vissulega vera óvissuþátt eins og er en það þurfi þó ekki að fá nema brot af þeim fjölmörgu Dönum, sem ferðast til annarra landa með leiguflugi á ári hverju, til að breyta áfangastað sínum og koma til Íslands.

„Það voru þúsundir viðskiptavina Primotours sem áttu bókað i júní, júlí og águst og þessar ferðir til Íslands eru einmitt á þeim háannatíma. Þannig ef að það er einhvern tima sem hægt er að selja ferðir frá Danmörku til Íslands þá er það á því timabili,“ bætir Andri við.

Mikilvægt að ferðamenn þurfi ekki að greiða skimanir

Telur Andri að kostnaðurinn við skimun ferðamanna hafi fælingarmátt?

„Já hann hefur tvímælalaust fælingarmátt og ég held að það sé algjört lykilatriði að stjórnvöld gefi það út að skimun verði frí vegna þess að um leið og það er kominn einhver skimunarkostnaður þá hættir mjög stór hluti við að bóka,“ segir Andri og bætir við:

„Efnahagslífið fær þann kostnað strax og margfalt til baka. Um leið og fréttirnar koma að fólk sé byrjað að ferðast og fréttir frá ánægðum ferðamönnum á Íslandi þá smitar það jafn hratt og kórónuveiran og það er mjög jákvæð sýking.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK