Gjaldþrota eftir bókhaldshneyksli

Komið að leiðarlokum fyrir Wirecard.
Komið að leiðarlokum fyrir Wirecard. AFP

Wirecard er á leið í gjaldþrot eftir stórfellt bókhaldssvindl. Þýska greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem undanfarin ár hefur verið rísandi stjarna á þýskum verðbréfamarkaði, gerðist í síðustu viku uppvíst að því að ljúga til um 1,9 milljarða evra á filippseyskum bankareikningum. 

Spiegel greinir frá.

Verðbréf í félaginu hrundu. Á 17. júní var einn hlutur í félaginu metinn á 104,5 Bandaríkjadali en við lokun markaða í gær, 24. júní, var hann á rúma 12 dali.

Málið hefur valdið meiri háttar hneyksli í Þýskalandi, enda fyrirtækið verið umdeilt og lengi legið undir grun um misferli. 

Sá grunur fékkst staðfestur 18. júní, þegar upp komst um málið. Fyrst reyndu forsvarsmenn fyrirtækisins að halda því til streitu að þetta fé væri raun í eign þess. Síðan gengust þeir við að svo væri ekki. Í kjölfarið var forstjórinn Markus Braun leystur frá störfum, meðfram því sem hlutabréfin hrundu áfram.

Nú virðist komið að leiðarlokum fyrir félagið: „Forysta Wirecard hefur ákveðið að sækja um heimild hjá héraðsdómi í München til þess að fara með félagið í gjaldþrotaskipti þar sem yfir vofir að það sé ógjaldfært og geti ekki greitt skuldir sínar,“ segir í gjaldþrotatilkynningu félagsins frá því í morgun.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK