Faraldurinn kemur fjarvinnu varanlega á kortið

30% starfsfólks Origo vinnur í fjarvinnu.
30% starfsfólks Origo vinnur í fjarvinnu.

Margir vinnustaðir tæmdust í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í vetur og heimili breyttust í litlar skrifstofur.

Blaðamaður ræddi við Dröfn Guðmundsdóttur, mannauðsstjóra Origo, og Ægi Má Þórisson, forstjóra Advania, sem bæði segja að tímabilið hafi opnað augu fyrir ónýttum tækifærum og telja að fjarvinna sé komin á kortið til langframa.

Rannsóknir benda til þess að stór hluti starfsfólks á vinnumarkaði hafi lengi stundað fjarvinnu að einhverju marki, en lítil þróun hefur átt sér stað um langt skeið og segja má að ákveðin stöðnun hafi ríkt.

Stafræn bylting síðustu ára og þær fjölmörgu tæknilausnir sem litið hafa dagsins ljós hafa lagt jarðveginn fyrir fjarvinnu og faraldurinn svo virkað sem hraðall, a.m.k. í ákveðnum geirum.

Hjá Advania voru nær allir heimavinnandi þegar verst lét segir Ægir, en með samstilltu átaki hafi verið hægt að halda uppi nær óskertri starfsemi. Því segir hann augljóst að staldra við og endurhugsa stöðuna.

Undir þetta tekur Dröfn og segir að þetta hafi gerst „svolítið af sjálfu sér“ í kjölfar Covid, en þar á bæ hefur verið mótuð sérstök fjarvinnslustefna byggð á reynslu síðustu mánaða.

Hvað er fjarvinna?

Margir kannast við það að svara síma og tölvupóstum utan vinnutíma, sem teljast má til fjarvinnu. Hugtakið er þó teygjanlegt og einstaklingar geta upplifað það á mismunandi hátt. Vinnumarkaðskannanir Hagstofunar sýna að mjög misjafnt er að hve miklu leyti fólk skilgreinir sína fjarvinnu, en ekki er kannað sérstaklega hvort heimili sé eiginleg starfsstöð.

Ægir skilgreinir fjarvinnu út frá „remote first“-nálgun, þ.e. að fólk vinni heiman frá sér, en mæti á vinnustað þegar það þjónar eiginlegum tilgangi s.s. til að mæta á fund eða kynningar, en markmiðið sé ekki að „sitja við ákveðið skrifborð“.

Fjarvinna skapar þannig tækifæri fyrir þá sem vilja búa fjarri vinnustað segir Dröfn, t.d. úti á landi, en einnig að þar opnist gluggi fyrir þá sem eiga erfitt um vik s.s. vegna hreyfihömlunar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK