LIVE sektaður um 2,2 milljónir króna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn láðist …
Lífeyrissjóður verzlunarmanna braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn láðist að upplýsa fjármálaeftirlitið um aukinn eignarhlut sjóðsins í Högum hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkomulag hefur náðst milli Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brots sjóðsins á reglum um verðbréfaviðskipti í mars fyrr á árinu. Með samkomulaginu fellst lífeyrissjóðurinn á að greiða 2,2 milljónir króna í sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Málsatvik eru þau að 16. mars keypti lífeyrissjóðurinn hlutabréf í Högum og fór með kaupunum yfir 10% eignarhlut í félaginu. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti (sjá 1. mgr. 86. gr. bar sjóðnum því að tilkynna fjármálaeftirlitinu innan sólarhrings en láðist að gera það.

Í tilkynningu Seðlabankans segir að við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið litið til mikilvægis flöggunartilkynninga, sem ætlað er að treysta gagnsæi fjármálamarkaðar með því að upplýsa um breytingar á verulegum hlut atkvæðisréttar eigenda í útgefendum. Þá var einnig tekið mið af því að lífeyrissjóðurinn hefur ekki gerst brotlegur við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti á síðustu fimm árum. Af þeim sökum var hæfileg sekt talin 2,2 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK