LIVE sektaður um 2,2 milljónir króna

Lífeyrissjóður verzlunarmanna braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn láðist …
Lífeyrissjóður verzlunarmanna braut gegn lögum um verðbréfaviðskipti er stjórn láðist að upplýsa fjármálaeftirlitið um aukinn eignarhlut sjóðsins í Högum hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkomulag hefur náðst milli Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LIVE) og Fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna brots sjóðsins á reglum um verðbréfaviðskipti í mars fyrr á árinu. Með samkomulaginu fellst lífeyrissjóðurinn á að greiða 2,2 milljónir króna í sekt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Málsatvik eru þau að 16. mars keypti lífeyrissjóðurinn hlutabréf í Högum og fór með kaupunum yfir 10% eignarhlut í félaginu. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti (sjá 1. mgr. 86. gr. bar sjóðnum því að tilkynna fjármálaeftirlitinu innan sólarhrings en láðist að gera það.

Í tilkynningu Seðlabankans segir að við ákvörðun sektarfjárhæðar hafi verið litið til mikilvægis flöggunartilkynninga, sem ætlað er að treysta gagnsæi fjármálamarkaðar með því að upplýsa um breytingar á verulegum hlut atkvæðisréttar eigenda í útgefendum. Þá var einnig tekið mið af því að lífeyrissjóðurinn hefur ekki gerst brotlegur við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti á síðustu fimm árum. Af þeim sökum var hæfileg sekt talin 2,2 milljónir króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK