Loka fimmta hverju útibúi

Útibúum Deutche Bank verður fækkað úr 500 í 400 í …
Útibúum Deutche Bank verður fækkað úr 500 í 400 í Þýskalandi. Áður hafði bankinn boðað að 18.000 starfsmönnum yrði sagt upp á næstunni. AFP

Deutsche Bank mun loka fimmtungi útibúa sinna í Þýskalandi í viðleitni til að draga út kostnaði og aðlaga sig að breyttum viðskiptavenjum í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greindi bankinn í dag.

Bankinn er sá stærsti í Þýskalandi og heldur úti um 500 útibúum í landinu, en þau verða um 400 eftir breytingarnar, sem á að ráðast í „eins hratt og mögulegt er,“ að því er haft er eftir Philipp Gossow, yfirmanni einstaklingsdeildar bankans. Bankinn greindi í fyrra frá því að 18.000 starfsmönnum yrði sagt upp á næstunni, og eru uppsagnir vegna fækkunar útibúa þar innifaldar.

„Eftirspurn neytenda eftir ráðgjöf hefur aukist mikið í kórónukreppunni. En viðskiptavinir koma sjaldnar í útibúin til að fá ráðgjöf,“ segir hann. Þeir reiði sig í auknum mæli á aðstoð í gegnum netið. 

Deutsche Bank hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og glímt við hvern skandalinn á fætur öðrum. Enn eitt áfallið reið yfir um helgina þegar gagnaleki, sem nefndur hefur verið FinCEN-lekinn, sýndi fram á að bankinn væri viðriðinn stórfellt peningaþvættismál.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK