Hildur Jóna til Vinnvinn

Hildur Jóna Ragnarsdóttir.
Hildur Jóna Ragnarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Hildur Jóna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi hjá Vinnvinn, ráðningum og ráðgjöf. Hildur starfaði áður hjá Capacent við ráðningar og verkefni á sviði mannauðsmála. Vinnvinn sérhæfir sig í ráðningum stjórnenda, sérfræðinga og annarra lykilstarfsmanna að því er segir í tilkynningu. 

„Hildur Jóna hefur starfað við fjölbreytt verkefni á sviði mannauðsmála síðastliðin ár. Starfsferilinn hóf hún í mannauðsdeild hjá flugfélaginu Luxair Group í Lúxemborg, því næst starfaði hún á ráðningasviði Capacent og síðast við nýliðaþjálfun og símenntun starfsmanna í deild viðskiptatengsla hjá SaltPay.

Hildur Jóna er með meistarapróf í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og BA-próf í ensku frá sama skóla. Hún er fædd og uppalin í Lúxemborg og talar reiprennandi fimm tungumál, auk þess að hafa reynslu af því að starfa á alþjóðlegum vettvangi,“ samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK