Fasteignamarkaður á fleygiferð

Lítið hefur verið byggt af sérbýli síðustu ár þar sem …
Lítið hefur verið byggt af sérbýli síðustu ár þar sem áhersla hefur verið á byggingu minni íbúða síðustu ár. mbl.is

Nýbirt þjóðhags- og verðbólguspá hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki um 10,5% milli ára í ár. Fram kemur að sú spá geri ráð fyrir að Seðlabanki Íslands beiti stýritækjum sínum til að slá á spennu sem margt bendi til að ríki á fasteignamarkaðnum.

Í marsmánuði hækkaði vísitala íbúðaverðs um 4,9% í sérbýli og 2,8% í fjölbýli. Áður hafði Þjóðskrá metið hækkunina upp á 1,54% í sérbýli og 1,46% á fjölbýli en þau mistök hafa verið leiðrétt og því ljóst hækkunin nemur talsvert meira.

Lítið hefur verið byggt af sérbýli síðustu ár þar sem áhersla hefur verið á byggingu minni íbúða síðustu ár. Um síðustu áramót voru 20% íbúða í byggingu samanborið við 40% 2008-2009. Því er ólíklegt að framboð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu aukist til skamms tíma.

„Samkvæmt nýbirtum og endurskoðuðum tölum Þjóðskrár Íslands er mun meiri kraftur í íbúðamarkaði höfuðborgarsvæðisins en áður birtar tölur Þjóðskrár gáfu til kynna. Íbúðaverð hækkaði um 3,3 % milli mánaða í mars og 2,7% í apríl. Mikil eftirspurn virðist vera eftir sérbýliseignum sem leiða nú hækkunina,“ segir m.a. í Hagsjánni. 

Þá kemur fram að hækkunin milli mánaða í mars sé sú mesta sem hafi mælst síðan í maí 2007 og því ekki lengur hægt fullyrða að hér séu hóflegar hækkanir á ferð.

Nánar um Hagsjá landsbankans hér

Þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK