Play æfði lendingar á Akureyri

Fólk er hvatt til að taka myndir og deila þeim …
Fólk er hvatt til að taka myndir og deila þeim á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #SPOTTAÐIPLAY. Þorgeir Baldursson

Akureyringar fengu að líta flugvél Play í dag þar sem flugmenn hennar æfðu snertilendingar á Akureyrarflugvelli.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að hægt hefði verið að halda æfingarnar á Keflavíkurflugvelli en þetta sé hluti af markaðssetningu fyrirtækisins. Ef veður leyfir verða næstu æfingar á Egilsstöðum. 

Play er með leik í gangi á Facebook-síðu sinni þar sem fólk getur unnið 50 þúsund króna gjafabréf með flugfélaginu ef það tekur mynd af vélinni og birtir á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #SPOTTAÐIPLAY.

Flugfélagið Play að æfa snertilendingar á Akureyrarflugvelli í hádeginu í …
Flugfélagið Play að æfa snertilendingar á Akureyrarflugvelli í hádeginu í dag. Þorgeir Baldursson
Ef veður leyfir mun Play næst heimsækja Egilsstaði.
Ef veður leyfir mun Play næst heimsækja Egilsstaði. Þorgeir Baldursson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK