Víða farið að bera á skorti á starfsfólki

Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn við Hallgrímskirkju í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laus störf í ferðaþjónustu hér á landi voru 2.400 á öðrum fjórðungi samkvæmt mati Hagstofunnar og er þetta langmesti fjöldi lausra starfa í greininni frá því að Hagstofan hóf að birta þetta mat á fyrsta ársfjórðungi 2019. Fyrra met var frá því á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar þau voru 1.000. Víða er farið að bera á skorti á starfsfólki í ferðaþjónustu.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. 

Þar segir, að fjöldi lausra starfa áttfaldaðist milli fyrsta og annars fjórðungs en laus störf voru 300 í greininni á fyrsta ársfjórðungi.

Ferðaþjónustan að hefja sig aftur til flugs

Bent er á, að eftir að faraldurinn hófst hafi fjöldi lausra starfa legið á bilinu 0-300 og sé fjöldi lausra starfa nú á öðrum fjórðungi skýr vísbending um að ferðaþjónustan sé aftur að hefja sig til flugs. Sem hlutfall af fjölda starfandi hafi hlutfall lausra starfa verið 13% á öðrum ársfjórðungi en fyrra met hafi verið á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar hlutfallið var 5%.

„Víða er farið að bera á skorti á starfsfólki í ferðaþjónustu og hafa forsvarsmenn félags hótela og gistiheimila, sem hafa verið að sækjast eftir starfsfólki, sagt að illa gangi að manna stöður. Mönnun starfa verður líklega sá þáttur sem helst mun hægja á uppganginum í ferðaþjónustu. Mikið af fjármagnsstofninum í greininni, s.s. flugvélar og gististaðir er tilbúnir að taka aftur við miklum fjölda en mönnum starfa kann að leiða til hnökra þegar fjöldi ferðamanna eykst á ný,“ segir í Hagsjánni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK