„Vindurinn er með okkur og seglin full af meðbyr“

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afkoma flugfélagsins Play á síðasta ársfjórðungi – fyrsta ársfjórðungi starfseminnar – var góð, að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra félagsins. Birgir sagði, við kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun, að næstu mánuðir verði jafngóðir, ef ekki betri, ef fram heldur sem horfir. 

„Vindurinn er með okkur og seglin full af meðbyr,“ segir hann. 

Hann segir að fjórða bylgja kórónuveirunnar hér á landi hafi sett strik í reikninginn og í kjölfar hennar hafi bókun flugferða félagsins minnkað, eftir að hafa aukist stöðugt frá því ferðir voru fyrst settar í sölu.

Þegar mestu óvissunni hafði þó verið afstýrt og neytendur og markaðir fengið andrými, hafi miðasala rokið aftur upp að nýju. 

Góð nýting og stundvísi í fyrirrúmi

Birgir segir að félagið sé ánægt með að nýting flugsæta hafi verið um 41% í júli, í miðjum heimsfaraldri hjá nýstofnuðu flugfélagi. Jafnframt kom fram að Play sé stundvísasta flugfélagið sem flýgur frá Keflavík enda hafi 96% ferða þeirra verði farnar á réttum tíma. 

Á þessum fyrsta ársfjórðungi segir Birgir að Play hafi skapað um 130 störf og að farið sé eftir öllum grundvallarreglum á íslenskum vinnumarkaði. Play sé jafnlaunavottað og kynjahlutföll innan félagsins jöfn. 

Andað hefur köldu milli Birgis og t.a.m. Drífu Snædal, forseta ASÍ, sem segir áætlanir Play í starfsmannamálum lykta af því að ekki sé allt með felldu. Birgir heftur ætíð blásið á slíkt og verið ötull til andsvara.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK