Sælkeraverslanir sektaðar vegna ófullnægjandi verðmerkinga

Frá Sælkerabúðinni.
Frá Sælkerabúðinni. mbl.is/Sælkerabúðin

Lux veitingum ehf., rekstraraðila Sælkerabúðarinnar, Kjötkompaníinu, GBR ehf., rekstraraðila Kjötbúðarinnar, og bakaríinu Gulla Arnari ehf. var öllum nýlega gert að greiða stjórnvaldssekt af Neytendastofu vegna ófullnægjandi verðmerkinga í búðum sínum.

Voru Lux veitingar sektaðar um 50 þúsund krónur, Kjötkompaníið sömuleiðis um 50 þúsund krónur, GRB ehf. um 100 þúsund krónur og Gulli Arnar ehf. um hundrað þúsund krónur. 

Voru verslanirnar allar sektaðar í kjölfar könnunar starfsmanna Neytendastofu á verðmerkingum. 

Skoðar Neytendastofa reglulega verðmerkingar með tilliti til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem meðal annars er kveðið á um að fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu beri að verðmerkja vöru sína og þjónustu og sýna það á áberandi hátt á sölustaðnum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK