Bandaríkjaflug samkvæmt áætlun

Icelandair er eina flugfélagið sem flýgur á milli landanna sem …
Icelandair er eina flugfélagið sem flýgur á milli landanna sem stendur. Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að flug félagsins til Bandaríkjanna gangi samkvæmt áætlun, þrátt fyrir að Ísland hafi verið sett á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna fyrr í vikunni vegna stöðunnar á faraldrinum hér á landi.

Icelandair er eina flugfélagið sem flýgur á milli landanna sem stendur. Bandarísku flugfélögin United Airlines og Delta flugu milli landanna fram í október.

Flogið er til átta borga, 3-10 sinnum í viku á hvern áfangastað.

„Staðan er óbreytt. Bókunarflæðið er ágætlega sterkt. Við erum sem fyrr búin undir ákveðnar sveiflur en hallalínan er upp á við, sem er jákvætt,“ segir Bogi Nils Bogason. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK