Lufthansa aflýsir 33.000 flugferðum

Fjöldi farþegar hefur helmingast miðað við 2019.
Fjöldi farþegar hefur helmingast miðað við 2019. AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur ákveðið að aflýsa 33.000 flugferðum í vetur vegna óvissu sem fylgir Ómíkron-afbrigðinu. Þetta er um 10% af áætlunarflugi félagsins í vetur.

Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa, segir að bókunum í janúar og febrúar hafi farið ört fækkandi vegna ástandsins sem ríkir í Evrópu.

Spohr segir flugfélagið sakna sárt farþega frá Þýskalandi, Sviss, Austurríki og Belgíu en þessi lönd hafa lent hvað verst í Ómíkron-bylgjunni.

Fjöldi flugferða hjá félaginu er enn vel undir því sem var fyrir faraldurinn, en miðað við árið 2019 hefur flugferðum fækkað um 40%. Fjöldi farþega hefur líka helmingast frá því ár.i

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK