Hinir ríku urðu tvöfalt ríkari í faraldrinum

Auður Elons Musks hefur aukist mest í faraldrinum.
Auður Elons Musks hefur aukist mest í faraldrinum. AFP

Hinir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari segir máltækið. Það sannaðist í kórónuveirufaraldrinum en sameiginlegur auður tíu ríkustu manna heims tvöfaldaðist í faraldrinum á meðan staða hinna efnaminni versnaði, að sögn góðagerðarsamtakanna Oxfam. 

Lægri tekjur hinna efnaminnstu drógu 21.000 manns til dauða í faraldrinum, að því er fram kemur í skýrslu samtakanna. 

Oxfam birtir almennt skýrslu um misrétti á alþjóðavísu við upphaf World Economic Forum fundarins sem venjulega er haldinn í Davos í Sviss. Þar koma venjulega saman þúsundir stjórnmálaleiðtoga, fyrirtækjaeigenda, stjarna, hagfræðinga og blaðamanna. Í ár, rétt eins og í fyrra, verður fundurinn haldinn rafrænt vegna faraldursins. 

Auður Bill Gates hefur vaxið um 30% í faraldrinum.
Auður Bill Gates hefur vaxið um 30% í faraldrinum. AFP

Nýr milljarðamæringur verður til daglega

Danny Sriskandarajah, framkvæmdastjóri Oxfam, segir að þróunin síðastliðið ár hafi verið fordæmalaus. 

„Það hefur orðið til nýr milljarðamæringur nánast daglega í þessum heimsfaraldri á meðan um 99% fólks er verr statt en áður vegna lokana, minni alþjóðaviðskipta, minni ferðamannastraums,“ sagði Sriskandarajah í samtali við BBC

Þá sagði hann að um 160 milljónum manna hafi verið „ýtt út í fátækt“ í faraldrinum. 

„Það er eitthvað mjög gallað við efnahagskerfið okkar.“

Jeff Bezos er einn af þeim sem hefur orðið töluvert …
Jeff Bezos er einn af þeim sem hefur orðið töluvert ríkari að undanförnu. AFP

Mest jókst auður Musks

Í skýrslunni vísa Oxfam í tölur frá Forbes. Tíu ríkustu menn heims eru þar sagðir vera Elon Musk framkvæmdastjóri Teslu, Jeff Bezos stjórnarformaður Amazon, franski viðskiptajöfurinn Bernand Arnault, ameríski viðskiptajöfurinn Bill Gates, landar hans Larry Ellison, Warren Buffett og Steve Ballmer, tölvunarfræðingurinn Larry Page (einn stofnenda Google), rússneski viðskiptajöfurinn Sergey Brin og Mark Zuckerberg framkvæmdastjóri Facebook. 

Samanlagður auður mannanna tvöfaldaðist í faraldrinum en mest jókst við auð Musks en hann er nú 1.000 % ríkari en hann var fyrir faraldur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK