Vaxtamunur styrki krónuna

Ljósmynd/Aðsend

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, segir nokkra þætti leggjast á eitt um að styrkja gengi krónu en evran er nú á svipuðu róli og fyrir faraldurinn.

Áhrifaþættir að undanförnu geti verið að framleiðendur loðnuafurða séu að selja gjaldeyri vegna væntinga um mikinn loðnuafla. Þá sé ferðaþjónustan að rétta úr kútnum en líklegt sé að fyrirtæki í greininni leitist við að verjast hækkun krónu með framvirkri sölu á gjaldeyri.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Laðar að erlent fjármagn

Jafnframt sé verðbólguþrýstingur orðinn augljósari en það styrki peningalegt aðhald Seðlabankans, til dæmis í formi vaxtahækkana.

„Líklegt er að vaxtamunur aukist við útlönd en það hefur tilhneigingu til að laða að fjármagn, vegna ákvarðana bæði innlendra og erlendra aðila. Þetta gerist bæði í formi spákaupmennsku og vegna gjaldeyrisvarna útflytjenda,“ sagði Yngvi. Einnig virðist innlendir fjárfestar nú fjárfesta minna erlendis.

Gjaldeyrismiðlari sagði það eiga þátt í styrkingu krónunnar undanfarið að reglur á gjaldeyrismarkaði hefðu verið rýmkaðar í fyrrasumar og spákaupmenn hafið innreið sína á markaðinn.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun sitja á rökstólum á mánudag og þriðjudag í næstu viku og kynna á miðvikudag fyrstu vaxtaákvörðun þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK