Snjóskóflur og sköfur kláruðust í snjóþungum febrúar

Býsna snjóþungt var á landinu í marsmánuði.
Býsna snjóþungt var á landinu í marsmánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn febrúarmánuður var einkar snjóþungur um land allt og merki um það mátti greinilega sjá í verslunum Húsasmiðjunnar. Snjóskóflur og snjósköfur seldust upp á höfuðborgarsvæðinu og var aukning í sölu um 140% milli ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Húsasmiðjunni. 

„Við höfum ekki séð svona mikla sölu á snjóskóflum í mörg ár, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem salan margfaldaðist milli ára,“ er haft eftir Magnúsi Magnússyni, markaðsstjóra Húsasmiðjunnar.

Í tilkynningunni kemur fram að Húsasmiðjan geri ráð fyrir því að salan „detti niður“ þegar tíðin batni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK