Alfa Framtak klárar fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði

Frá vinstri: Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri. Hörður Guðmundsson, sérfræðingur. Rakel …
Frá vinstri: Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri. Hörður Guðmundsson, sérfræðingur. Rakel Guðmundsdóttir, eignarhaldsstjóri. Markús Hörður Árnason, fjárfestingastjóri. Árni Jón Pálsson, fjárfestingastjóri.

Alfa Framtak hefur lokið fjármögnun á 15 milljarða króna framtakssjóði. Í tilkynningu frá félaginu kemur frma að sjóðurinn ber heitið Umbreyting II slhf. og mun fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum. Talsverð umframeftirspurn var frá fjárfestum, en hluthafar nýja sjóðsins eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og aðrir fjársterkir einstaklingar samkvæmt tilkynningunni.

Alfa Framtak hefur frá árinu 2018 rekið sjö milljarða króna framtakssjóðinn Umbreytingu slhf., sem er nú full fjárfestur. Nýr sjóður hefur sambærilegar áherslur og er ætlað að hafa sveigjanleika til að fjárfesta í fjölbreyttum fyrirtækjum, styðja við vöxt og að leiða umbreytingar í íslensku atvinnulífi. Sjóðurinn mun fjárfesta í fimm til níu fyrirtækjum og verður eignarhaldstíminn í hverju félagi að meðaltali fjögur til sex ár.

„Það er mikil viðurkenning fyrir okkar störf að jafn stór hópur íslenskra fagfjárfesta skuli sýna okkur þetta traust. Stór hluti þessara fjárfesta hafa verið með okkur frá árinu 2018, þegar við hleyptum fyrsta framtakssjóðnum okkar af stokknum og fleiri hafa nú bæst í hópinn,“ segrir Gunnar Páll Tryggvason, framkvæmdastjóri Alfa Framtaks, í tilkynningunni.

Stjórn nýja sjóðsins skipa Friðrik Jóhannsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Finnur R. Stefánsson, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir og Jón Sigurðsson (fráfarandi forstjóri Össurar). Varastjórn sjóðsins er skipuð Friðriki Stein Kristjánssyni og Marinellu Haraldsdóttur

Hjá Alfa Framtak starfa nú auk Gunnar Páls, fjórir starfsmenn. Árni Jón Pálsson, er einn stofnenda félagsins, en hann gegnir stöðu fjárfestingastjóra. Markús Hörður Árnason, gekk til liðs við félagið sem meðeigandi og fjárfestingastjóri haustið 2021, eftir um 13 ár í fjárfestingum hjá TM. Rakel Guðmundsdóttir, gegnir stöðu eignarhaldsstjóra, en hún hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2018. Hörður Guðmundsson, sérfræðingur, gekk til liðs við Alfa Framtak árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK