Græddu á því að lifa af

Í faraldrinum lögðust ferðalög að mestu af, sem hafði áhrif …
Í faraldrinum lögðust ferðalög að mestu af, sem hafði áhrif á Baseparking. Eggert Jóhannesson

Bílastæðaþjónustan Baseparking er komin á fulla ferð eftir erfiða tíma í faraldrinum. 

Ómar Þröstur Hjaltason framkvæmdastjóri segir að mjög vel hafi gengið eftir að faraldrinum lauk. „Páskarnir í ár voru stærri en páskarnir árið 2019. Þetta var meira en við bjuggumst við,“ segir Ómar.

Þjónusta Baseparking gengur út á að taka við bílum flugfarþega í Leifsstöð, leggja þeim á ódýrara stæði fjarri flugstöðinni og hafa svo bílinn tilbúinn til afhendingar þegar viðskiptavinurinn snýr heim úr ferðalaginu. Baseparking býður einnig upp á viðbótarþjónustu eins og þrif, smurningu og dekkjaskipti.

Hann segir bókanir líta vel út. „Það sem hefur breyst frá því fyrir faraldurinn er að fólk er nú að bóka lengra fram í tímann.“

Spurður um eftirspurn eftir viðbótarþjónustu segir Ómar að hún hafi verið svo mikil um páskana að félagið hafi þurft að endurgreiða þó nokkuð mörgum. „Það var hreinlega of mikil eftirspurn eftir bónþjónustu um páskana. Venjulega óska um 20% viðskiptavina eftir einhverri aukaþjónustu og í apríl og nóvember er sérstaklega mikið að gera í dekkjaskiptum. Annars eru þrifin langvinsælust.“

Baseparking þrífur bílana að mestu sjálft, en kaupir einnig þjónustu af bónstöðvum í Keflavík. Þá nýtir það sér þjónustu smurstöðva og dekkjaverkstæða í sama bæ.

Play-farþegar fá afslátt

Spurður um nýjungar segir Ómar að Baseparking sé byrjað að bjóða upp á afslátt fyrir viðskiptavini flugfélagsins Play, bæði á geymslu og aukaþjónustu. „Það er mjög vinsælt að kaupa allan pakkann, flug, stæði og þrif. Það er líka nýtt hjá okkur að bjóða Spánarhúsaeigendum langtímageymslu á sérkjörum. Við kveikjum þá reglulega á bílnum til að rafgeymirinn sé í lagi o.s.frv.“

Ómar segir að fyrirtækið hafi grætt á því að hafa lifað faraldurinn af. „Við héldum þjónustunni gangandi jafnvel þó að stundum hafi bara verið einn viðskiptavinur á mánuði.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK