Gengi Eimskipa í hæstu hæðum

Hlutabréf félagsins hækkuðu um 5,5% í dag.
Hlutabréf félagsins hækkuðu um 5,5% í dag. Ljósmynd/Eimskip

Hlutabréfaverð Eimskipa hækkaði um 5,5% í dag í viðskiptum sem námu 287 milljónum króna.

Innherji greinir frá því að þessa hækkun megi rekja til jákvæðrar afkomuviðvörunar frá flutningafyrirtækinu Maersk. Gengi bréfanna stendur í 575 krónum eins og í apríl, en það hefur ekki farið hærra. 

Hugbúnaðarfyrirtækið Origo hækkaði um 4,65% í viðskiptum sem námu 147 milljónum króna.

Flugfélögin upp

Icelandair hækkaði um 3,2% en eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag þá er það um 6% hækkun frá því að eldgosið á Reykjanesskaga hófst í dag. Play hækkaði lítillega í dag, um 1,8%, en eins og Icelandair tóku bréfin kipp við fréttir af gosi.

Annars var nokkuð rólegt á markaði í dag, Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK