„Þetta er ekki óvinveitt yfirtaka“

Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo og meirihlutaeigandi Gavia Invest.
Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo og meirihlutaeigandi Gavia Invest.

Töluvert hefur verið rætt um framtíð Sýnar að undanförnu, eftir að Gavia Invest, nýstofnað fjárfestingafélag, eignaðist fyrir stuttu um 20% hlut í Sýn. Sýn á Stöð 2 og Vodafone.

Raddir um að það eigi að skipta upp fyrirtækinu, leggja niður fréttastofu fyrirtækisins og að það sé búið að ráða nýjan forstjóra, hafa bergmálað í fundarherbergjum undanfarið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo og meirihlutaeigandi í Gavia Invest, segir í samtali við Morgunblaðið að fólk geti andað léttar. Ekki sé búið að taka neinar ákvarðanir um framtíð Sýnar.

Ætla ekki að skemma verðmæti

„Fólk er hrætt um að við ætlum að taka völdin og slíta þetta í sundur með illu. Þetta er ekkert svoleiðis, við ætlum okkur ekki að skemma verðmæti sem eru til staðar,“ segir hann.

„Þetta er ekki óvinveitt yfirtaka eða nein læti að fara í gang. Þetta er flott og spennandi fyrirtæki. Við vildum taka góðan hlut og koma inn í þetta. Auðvitað ætlum við að hafa áhrif og við teljum að við getum komið með eitthvað að borðinu.“

Reynir og Jón Skaftason hafa boðið sig fram í stjórnarkjör Sýnar sem fer fram á hluthafafundi félagsins í lok mánaðar.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu, í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK