Auka verðtryggð útlán

Miðbær Reykjavíkur.
Miðbær Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Þau heimili sem slá lán hjá viðskiptabönkunum fyrir húsnæðiskaupum og endurfjármögnun eldri lána með veð í íbúðarhúsnæði treysta í auknum mæli á verðtryggða vexti. Þetta sýna nýjar tölur Seðlabankans. Í ágúst og september námu ný verðtryggð húsnæðislán, umfram upp- og umframgreiðslur, tæpum 11,1 milljarði króna.

Á fyrstu sjö mánuðum ársins nam útlánaaukningin samanlagt þremur milljörðum króna. Þessi þróun felur í sér mikil umskipti frá fyrra ári þegar heimilin greiddu verðtryggð lán upp af miklum móð. Á árinu 2021 námu upp- og umframgreiðslur 55,4 milljörðum umfram ný útlán.

„Tvær ástæður gætu ráðið þessari þróun,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka í samtali við Morgunblaðið. „Það kann að vera að fólk telji að verðbólgan hafi nú náð hámarki og muni hjaðna á komandi mánuðum. Hin ástæðan gæti verið sú að hækkandi vaxtastig og þrengri lánaskilyrði sem Seðlabankinn hefur sett ýti fólki út í þessi lán, enda greiðslubyrðin lægri en af óverðtryggðum og hún er einnig mun tregbreytanlegri,“ segir hann.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur á opinberum vettvangi varað við því að heimilin í landinu snúi sér að nýju að verðtryggðum lánum. Með því muni peningastefna Seðlabankans missa bitið miðað við það sem nú er.

Verðbólga í september síðastliðnum mældist 9,3% og hefur Seðlabankinn reynt að halda aftur af henni með stórstígum stýrivaxtahækkunum allt árið. Peningastefnunefnd bankans hefur breytt vöxtum fimm sinnum og hækkað þá úr 2% í 5,75%. 

Lesa má nánar um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK