Breytir engu fyrir núverandi rekstur

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir núverandi starfsemi, starfsleyfið heldur, þannig að þetta breytir engu varðandi núverandi rekstur,“ segir Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi hf. sem rekur álverið í Straumsvík.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði nýlega kröfu eigenda Óttarsstaða í Hafnarfirði um ógildingu starfsleyfis Umhverfisstofnunar til Rio Tinto að öðru leyti en því að felldur var úr gildi sá hluti starfsleyfisins sem snýr að framleiðsluheimildum umfram 212 þúsund tonn af áli á ári.

„Við erum að framleiða um það bil 205 þúsund tonn á ári út úr kerskálunum, en heildarframleiðslan er nokkuð meiri af því að við steypum meira,“ segir Bjarni.

Þurfa ekki að draga úr framleiðslu

Starfsleyfi álversins var skorið niður úr 460 þúsund tonnum af áli í 212 þúsund tonn, eða niður um 54%.

Bjarni segir að ekki þurfi að draga úr framleiðslu vegna úrskurðarins. Framleiðslan sé ekki að ná 460 þúsund tonnum og bætir hann við að það hafi aldrei staðið til.

Áætlað er að framleiðslan á þessu ári verði eitthvað í kringum 205 þúsund tonn, að sögn Bjarna.

Þá segir hann að ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið.

„Við erum að kynna okkur úrskurðinn, hann birtist bara seinni partinn á föstudaginn þannig að það á eftir að kynna sér hann miklu betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK