Musk í stríð við Apple

Musk gefur til kynna að Apple hugnist ekki þær breytingar …
Musk gefur til kynna að Apple hugnist ekki þær breytingar sem hann hefur hrint í framkvæmd á miðlinum. AFP/Olivier Douliery

Auðjöfurinn Elon Musk hefur sakað tæknirisann Apple um að hafa hótað að fjarlægja Twitter af forritaverslun sinni, App store, án þess að skýra nánar frá ástæðu þess.

Þá segir Musk að Apple hafi hætt auglýsingum að mestu á samfélagsmiðlinum.

Musk gefur til kynna að Apple hugnist ekki þær breytingar sem hann hefur hrint í framkvæmd á miðlinum.

Fari svo að Apple tæki Twitter úr App store yrði það ekki einsdæmi, en fyrirtækið hefur áður fjarlægt öpp samfélagsmiðla úr verslun sinni, s.s. Gab og Parler. 

Musk birti síðan tíst þar sem hann gagnrýndi söluþóknun þá sem Apple tekur fyrir sölu í appi (e. in-app purchases). 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK