Forstjóra OR veitt umboð til samninga við Sýn

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson

Á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í dag var forstjóra fyrirtækisins gefið umboð til þess að staðfesta ákvörðun stjórnar Ljósleiðarans um að ganga til samninga við Sýn um kaup á stofnneti félagsins.

Í tilkynningu segir að viðræður standi yfir um kaupin og þjónustusamning milli fyrirtækjanna.

Þá segir að með ákvörðun stjórnar er verið að verja og auka verðmæti Ljósleiðarans, eins af dótturfélögum OR.

Við tökum alvarlega hlutverk okkar sem stjórnarfólks og ákvörðun um einstaka viðskiptasamninga er ekki í höndum eigenda OR, heldur stjórnar og hluthafafundar Ljósleiðarans. Það hefur verið staðfest af borgarlögmanni.“

Meginþunginn í starfsemi Ljósleiðarans verður áfram á suðvesturhorni landsins og stærstur hluti fjárfestinga félagsins liggur þar.

„Í ljósi þess m.a. að helstu viðskiptavinir fyrirtækisins, þ.e. símafyrirtæki, eru með starfsemi um allt land er eðlilegt að Ljósleiðarinn styðji við starfsemi þeirra þar einnig, að því marki sem er hagfellt fyrir rekstur Ljósleiðarans. Stjórn OR og eigendur hafa verið upplýst um þessar áætlanir en Ljósleiðarinn hefur sjálfstæða stjórn og framkvæmdastjóra,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK