Kerecis eina íslenska félagið á lista FT

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Kerecis

Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista breska blaðsins Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast.

Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki.  

Starfsmannafjöldinn þrefaldaðist

Þetta er í sjöunda sinn sem FT-1000 listinn er gefinn út. Við gerð listans horfir Financial Times til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar fyrirtækja milli 2018 og 2021.

Á því tímabili þrefaldaðist starfsmannafjöldi Kerecis, fór úr 59 manns í 196, auk þess sem árlegur samanlagður tekjuvöxtur nam 94,6%. Heildarvöxtur á tímabilinu nam 636,5%.

Mikilvægasti markaðurinn í Bandaríkjunum

Kerecis framleiðir lækningavörur úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá félaginu starfa nú tæplega 500 manns.

Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur félagsins eru framleiddar, en vöruþróun fer fram í Reykjavík.

Sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Fram hefur komið að mikilvægasti markaður Kerecis er í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK