Þessar auglýsingar þóttu bestar á árinu

Fulltrúar Pipar taka á móti verðlaunum á ÍMARK-deginum.
Fulltrúar Pipar taka á móti verðlaunum á ÍMARK-deginum. Eggert Jóhannesson

Auglýsingastofan Hvíta húsið fékk flest verðlaun þegar Lúðurinn var afhentur á ÍMARK-deginum í dag.

Þetta er í 37. skipti sem Lúðurinn er veittur en þar er um að ræða uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem frumlegustu, mest skapandi og snjöllustu hugmyndirnar sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt fá viðurkenningu.

Verðlaunin eru veitt í samstarfi ÍMARK, samtaka markaðs- og auglýsingafólks, og Sambands íslenskra auglýsingastofa.

Þrír Lúðrar fyrir Icelandair

Hvíta húsið vann sem fyrr segir fimm Lúðra í ár. Þrír af þeim voru fyrir hönd Icelandair en það var í flokki prentauglýsinga, viðburðar ársins og mörkun & ásýnd.

Þá vann stofan tvo Lúðra í flokki almannaheillaauglýsinga fyrir Virk, undir herferðnni „Það má ekkert lengur“.

Stofurnar Pipar og Hér & nú unnu fjóra Lúðra hvor. Pipar vann meðal annars í flokki kvikmyndaðar auglýsingar ársins fyrir auglýsinguna „Takk Egill“ fyrir Toyota á Íslandi.

Þar kvaddi Toyota Egil Ólafsson listamann sem verið hafði rödd Toyota í um 30 ár og við keflinu tók Ólafur Darri Ólafsson leikari.

„Heima er pest“ fékk þrjá Lúðra

Hér & nú vann þrjá Lúðra fyrir herferðina „Heima er pest“ fyrir Heilsugæsluna auk þess sem stofan vann Áruna, fyrir herferðina „Óþolandi ódýrt“ fyrir Atlantsolíu.

Þá vann Brandenburg tvo Lúðra, en Circus, Peel og Indó fengu einn Lúður hver.

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegarana í hverju flokki fyrir sig.

Kvikmyndaðar auglýsingar

Heiti herferðar: Takk Egill
Auglýsandi: Toyota á Íslandi
Auglýsingastofa: Pipar

Útvarpasauglýsingar

Heiti herferðar: Blótaðu almennilega
Auglýsandi: Goði / Kjarnafæði
Auglýsingastofa: Circus

Prentauglýsingar

Heiti herferðar: Iceland Airwaves - augmented reality
Auglýsandi: Icelandair
Auglýsingastofa: Hvíta húsið

Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd

Heiti herferðar: Outhorse your email
Auglýsandi: Íslandsstofa
Auglýsingastofa: Peel

Vef- og samfélagsmiðlar – Almennt

Heiti herferðar: Dagur íslenskrar tungu
Auglýsandi: Blush
Auglýsingastofa: Brandendburg

Stafrænar auglýsingar

Heiti herferðar: Árið þitt 2022
Auglýsandi: Dominos
Auglýsingastofa: Pipar

Umhverfisauglýsingar

Heiti herferðar: Peningaveggurinn
Auglýsandi: Indó
Auglýsingastofa: Indó

Veggspjöld og skilti

Heiti herferðar: Heima er pest
Auglýsandi: Heilsugæslan
Auglýsingastofa: Hér og nú

Viðburðir

Heiti herferðar: Iceland is just around the corner
Auglýsandi: Icelandair
Auglýsingastofa: Hvíta húsið

Bein markaðssetning

Heiti herferðar: Heima er pest
Auglýsandi: Heilsugæslan
Auglýsingastofa: Hér og nú

Mörkun – Ásýnd vörumerkis

Heiti herferðar: Icelandair - endurmörkun
Auglýsandi: Icelandair
Auglýsingastofa: Hvíta húsið

PR

Heiti herferðar: Finndu muninn
Auglýsandi: Blush
Auglýsingastofa: Pipar

Herferð

Heiti herferðar: Heima er pest
Auglýsandi: Heilsugæslan
Auglýsingastofa: Hér og nú

Almannaheillaauglýsingar – Kvikmynduð auglýsing

Heiti herferðar: Það má ekkert lengur
Auglýsandi: Virk
Auglýsingastofa: Hvíta húsið

Almannaheillaauglýsingar – herferðir

Heiti herferðar: Það má ekkert lengur
Auglýsandi: Virk
Auglýsingastofa: Hvíta húsið

Almannaheillaauglýsingar – Opinn flokkur

Heiti herferðar: Römpum upp Ísland
Auglýsandi: Römpum upp Ísland
Auglýsingastofa: Brandenburg

Áran

Heiti herferðar: Óþolandi ódýrt
Auglýsandi: Atlantsolía
Auglýsingastofa: Hér og nú

Sjónvarpsauglýsing ársins – val fólksins

Heiti herferðar: Takk Egill
Auglýsandi: Toyota á Íslandi
Auglýsingastofa: Pipar

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK