Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2023 hækkar um 0,59% frá fyrri mánuði að sögn Hagstofu Íslands. Verðbólgan á ársgrundvelli er nú komin niður fyrir 10% og mælist nú 9,8%.
Fram kemur á vef Hagstofunnar, að verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 0,7%, verð á fötum og skóm hækkaði um 4,3% og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8%.
Verð á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. lækkaði um 1,7% (-0,11%).
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 8,6%.