Smáir fá sömu kjör

Viktor og Bergsveinn hjá Fjárflæði nota innviði Nets til að …
Viktor og Bergsveinn hjá Fjárflæði nota innviði Nets til að minnka stofnkostnað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýr íslenskur færsluhirðir, Fjárflæði, býður viðskiptavinum lágt verð og ýmsar nýjungar í posamálum.

Viktor Ólason og Bergsveinn Sampsted eigendur fyrirtækisins eru báðir reynslumiklir úr bransanum.

Lausn þeirra, sem boðin er í samstarfi við Nets, einn stærsta færsluhirði í Evrópu, er nú þegar í notkun hjá nokkrum tugum viðskiptavina. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í á fjórða ár eins og þeir útskýra í samtali við Morgunblaðið.

Stærð Nets þýðir að færslukostnaður verður lægri að þeirra sögn.

„Samstarfið við Nets gerir okkur kleift að opna á öll þeirra tækni-, framþróunar- og öryggismál fyrir íslensk fyrirtæki. Við ætlum að bjóða litlum og meðalstórum kaupmönnum verð sem aðeins þeim allra stærstu hefur staðið til boða hingað til. Nú þegar eru nokkrir tugir kaupmanna komnir í viðskipti sem njóta betri kjara en þeim hafa áður boðist hér á landi,“ segir Viktor.

Hann segir að sem dæmi hafi fyrir­tæki í veitingarekstri sparað sér um þrjár milljónir á ári í færslugjöld með því að færa viðskipti sín til Fjárflæðis.

„Þessir minni aðilar hafa ekki bolmagn til að sinna þessum málum af neinni alvöru og stóru greiðslumiðlunarfyrirtækin hafa ekki verið að bjóða þeim sömu kjör og stærri viðskiptavinum.“

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK