Erfiðara að spá um verðbólgu nú en áður

Undanfarið rúmlega eitt og hálft árið hefur verðbólgan hér á landi verið erfið viðureignar. Ársverðbólgan byrjaði að rísa undir lok árs 2021; hún stóð í rúmlega 4,3 prósentum í ágúst 2021 en hafði aukist í 5,7 prósent í janúar 2022. Það var svo stríðið í Úkraínu sem hófst í febrúar 2022 sem kom henni virkilega á flug en afleiðingar þess voru meðal annars hækkandi hrávöruverð á alþjóðamörkuðum og mikil óvissa erlendis sem leiddi til verðhækkana og hærri verðbólguvæntinga á Íslandi. Verðbólgan hefur síðan þá reynst afar þrálát og stendur nú í rúmlega 9,5 prósentum en hún rauf tíu prósenta múrinn í febrúar síðastliðnum og mældist þá 10,2 prósent.

Á þessu tímabili hefur það reynst greinendum afar erfitt að spá fyrir um þróun verðbólgunnar. Ef litið er á verðbólguspár Íslandsbanka og Landsbankans frá því í byrjun árs 2022 má sjá að vísitala neysluverðs hefur yfirleitt hækkað meira í hverjum mánuði en spár bankanna hafa gert ráð fyrir. Alls hefur vísitala neysluverðs hækkað um rúmlega 13,7 prósent frá janúar 2022 til maí 2023. Íslandsbanki hefur reynst örlítið bjartsýnni en Landsbankinn í sínum spám og hefur bankinn samanlagt spáð rúmlega 9,6 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á þessu tímabili en Landsbankinn hefur spáð rúmlega 10,2 prósenta hækkun verðlags ef lagðar eru saman allar mánaðarspár bankans á þessu tímabili.

Erfitt að spá fyrir um toppinn

Þeir greinendur sem ViðskiptaMogginn ræddi við voru allir sammála um að ýmsir áhrifaþættir gerðu það að verkum að erfiðara hefði verið að segja fyrir um verðbólguna á undanförnum misserum en áður.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK