835 milljarða tap hjá Carlsberg

Fólk í biðröð við auglýsingu Carlsberg í London.
Fólk í biðröð við auglýsingu Carlsberg í London. AFP

Carlsberg greindi í morgun frá tapi upp um 835 milljarða króna vegna ársins 2023 eftir að rússnesk stjórnvöld tóku yfir stjórn á rússneska dótturfyrirtækinu Baltika Breweries.

Danski bjórframleiðandinn ákvað á sínum tíma að selja fyrirtækið og yfirgefa Rússland eftir innrás landsins í Úkraínu.

Carlsberg tilkynnti í júní í fyrra að kaupandi hefði verið fundinn fyrir Baltika, sem það hefur átt frá árinu 2000.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði eftir það tilskipun um að ríkið ætlaði að taka yfir stjórn fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK