SKE tapaði aftur fyrir Símanum

Samkeppniseftirlitsins hafði sektað Símann um 500 m.kr. vegna fyrirkomulags sölu …
Samkeppniseftirlitsins hafði sektað Símann um 500 m.kr. vegna fyrirkomulags sölu áskrifta að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni. Sektin hefur nú verið felld úr gildi. AFP

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um að leggja 500 milljóna króna sekt á Símann vegna fyrirkomulags sölu áskrifta að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni. SKE taldi að Síminn hefði brotið gegn sátt sem gerð var árið 2015 með því að selja saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónarpsþjónustu.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður ógilt hluta ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins og lækkaði sektina niður í 200 milljónir króna. Þegar málið fór fyrir dóm féllst Héraðsdómur á málatilbúnað Símans og kröfur félagsins að öllu leyti. Var íslenska ríkinu gert að endurgreiða þá 200 milljón króna sekt sem greidd hafði verið, ásamt dráttarvöxtum og málskostnaði.

SKE áfrýjaði málinu til Landsréttar sem nú hefur komist að sömu niðurstöðu. SKE hafði áður endurgreitt Símanum mismuninn á sektinni og mun dómurinn í dag því ekki hafa áhrif á afkomu Símans. SKE er skv. dómi Landsréttar gert að greiða Símanum tvær milljónir króna í málskostnað.

mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK