Hækka afkomuspá eftir uppgjör 1F24

Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alvotech hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið í ár, og gerir nú ráð fyrir að tekjur á þessu ári verði á bilinu 400-500 milljónir bandaríkjadala. Áður hafði félagið gert ráð fyrir allt að 400 milljóna dala tekjum, sem er þó fjórföldun á milli ára. Þá gerir félagið ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) verði á bilinu 100-150 milljónir dala á árinu.

20 milljóna dala aukning

Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Alvotech sem birt var í gærkvöldi. Heildartekjur á fyrsta ársfjórðungi námu um 37 milljónum dala, sem er rúmlega 20 milljóna dala aukning á milli ára. Framlegð á tímabilinu nam 17 milljónum dala, en var neikvæð um 23 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Fram kemur að í lok mars átti félagið 64,8 milljónir dala í lausu fé, að undanskildum 25 milljónum dala í bundnu fé. Bókfært tap á tímabilinu nam tæpum 219 milljónum dala, samanborið við 276 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK