Flotinn verður sífellt sparneytnari

Guðbergur Rúnasson verkfræðingur SFS.
Guðbergur Rúnasson verkfræðingur SFS. mbl.is/Árni Sæberg

Sparneytnari vélar, breytt hönnun skipa og bætt veiðarfæri hafa átt þátt í að minnka eldsneytisnotkun íslenskra fiskveiðiskipa. Lífdísel gæti orðið næsta skrefið í átt að því að draga úr umhverfisáhrifum og segir Guðbergur hjá SFS að rafmagn geti verið áhugaverður kostur fyrir dagróðrarbáta.

Olíunotkun íslenska skipaflotans hefur minnkað jafnt og þétt á þessari öld og mögulegt að í framtíðinni geti nýir orkugjafar komið í stað skipaolíunnar. Þetta segir Guðbergur Rúnarsson, verkfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Að sögn Guðbergs hefur olíunotkun farið minnkandi í öllum skipaflokkum, og á sama tíma hefur olíunotkun við veiðar, mælt á hvert kílógramm af afla, dregist saman. „Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru nokkrar. Fyrst ber að nefna að á 10. áratugnum var meiri sókn á miðin, og því minna fiskað á hverja sóknareiningu. Þegar líða tók á 21. öldina batnaði kvótastýring í þorski og fleiri tegundum, og með því urðu veiðar markvissari og olíunotkun minni að sama skapi,“ útskýrir Guðbergur. „Samhliða þessu er tæknin að breytast og gömlum skipum skipt út fyrir ný og sparneytnari. Einnig hafa orðið miklar framfarir í hönnun veiðarfæra og t.d. troll í dag mun opnari en þau voru fyrir 10 árum og hægt að stýra hlerunum betur svo að þeir dragist ekki eftir botninum með tilheyrandi álagi á vélar skipanna. Veiðarfærin hafa líka stækkað og veiða betur, sem stuðlar að minni olíunotkun.“

Er olíusparnaðurinn verulegur og segir Guðbergur að reikna megi með að frá 1997 til 2016 hafi olíunotkun flotans farið úr um 248 þúsund tonnum niður í 135 þúsund tonn. Er ekki ósennilegt að fyrir greinina í heild þýði þessi minnkaða olíunotkun sparnað upp á u.þ.b. milljarð króna árlega ef miðað er við olíunotkunina eins og hún var mest árið 1997. „Óneitanlega hefur hækkun olíuverðs líka verið mikill áhrifavaldur. Um miðjan 10. áratuginn kostaði olíufatið í kringum 11 dali en var komið yfir 120 dali, og vel það, á fyrsta áratug þessarar aldar. Kostar hráolían í dag um 48 dali fatið,“ segir Guðbergur. „Hefur hækkað eldsneytisverð knúið útgerðir til að leita nýrra leiða við hönnun skipanna og sjáum við afraksturinn í nokkuð óvenjulegu útliti margra nýjustu skipa íslenskra útgerðarfélaga, með vélar sem eru minni en áður.“

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 19.2.18 218,36 kr/kg
Þorskur, slægður 19.2.18 260,59 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.2.18 203,43 kr/kg
Ýsa, slægð 18.2.18 204,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.2.18 61,09 kr/kg
Ufsi, slægður 18.2.18 111,63 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 18.2.18 171,90 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.2.18 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.082 kg
Samtals 1.082 kg
19.2.18 Hannes Andrésson SH-737 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 379 kg
Samtals 379 kg
19.2.18 Málmey SK-001 Botnvarpa
Þorskur 140.725 kg
Ufsi 40.167 kg
Ýsa 20.727 kg
Karfi / Gullkarfi 4.588 kg
Hlýri 400 kg
Steinbítur 295 kg
Langa 132 kg
Keila 13 kg
Tindaskata 4 kg
Samtals 207.051 kg
19.2.18 Fannar SK-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.106 kg
Ýsa 418 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 3.531 kg

Skoða allar landanir »