Ágæt byrjun á nýrri vertíð

Spriklandi síld á færibandinu. Mynd úr safni.
Spriklandi síld á færibandinu. Mynd úr safni. mbl.is/Líney

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru byrjaðar og voru nokkur skip að veiðum djúpt vestur af Reykjanesi í gær. Þeirra á meðal voru Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði, Heimaey VE, Álsey VE og Beitir NK. Jóna Eðvalds var fyrst á miðin og landaði á Höfn á mánudag um 250 tonnum.

Þær upplýsingar fengust frá Skinney-Þinganesi í gær að vertíðin færi ágætlega af stað og var Ásgrímur Halldórsson kominn með um 440 tonn í gærmorgun, sem fengust í tveimur holum. Síldin er stór og er unnin fyrir hefðbundna markaði, m.a. í Austur-Evrópu.

Hafrannsóknastofnun lagði í sumar til að veiðar á íslensku síldinni á þessu fiskveiðiári færu ekki yfir 39 þúsund tonn. Afföll hafa orðið í stofninum síðustu ár vegna sýkingar og í tveimur umhverfisslysum veturinn 2012/13 þegar talið er að yfir 50 þúsund tonn hafi drepist í Kolgrafafirði. Nýliðun í stofninum hefur farið minnkandi.

Ráðgjöf fyrir síðasta fiskveiðiár var upp á 63 þúsund tonn. Í fyrrahaust veiddist síldin á stóru svæði djúpt vestur af landinu. Veiðar gengu erfiðlega framan af þar sem síldin var dreifð yfir stórt svæði og í minni torfum en vanalega á þessum árstíma.

Kolmunni og norsk-íslensk

Á mánudagskvöld kom Börkur NK til Neskaupstaðar með rúmlega 1.100 tonn af norsk-íslenskri vorgotssíld, sem öll fór til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Veiðiferðin byrjaði í færeyskri lögsögu og var síldinni síðan fylgt í norður og endað í Smugunni, en aflinn fékkst í fimm holum.

Skip HB Granda, Eskju og fleiri eru á kolmunna. Skipin hafa verið austast í íslenskri lögsögu, en dauft verið yfir veiðum. Ekki er ólíklegt að þau færi sig suður á bóginn og inn í lögsögu Færeyja á næstu dögum. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »