Stór og væn loðna veiðist fyrir austan

Að störfum um borð í Víkingi AK.
Að störfum um borð í Víkingi AK. Ljósmynd/Börkur Kjartansson

„Gærdagurinn var góður enda var ágætis veiði í góðu veðri. Í dag höfum við aðallega verið í blindbyl og brælu og veiðin hefur ekki verið neitt sérstök. Það er einhver vindstrengur hér á slóðinni sem hefur fylgt okkur. Ég var að tala við einn skipstjóra sem er með skip að veiðum nokkuð norðan við okkur og hjá honum er búin að vera blíða í allan dag.“

Þetta sagði Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK, en rætt var við hann um miðjan dag í gær og var þá stefnt að því að skipið kæmi til hafnar á Vopnafirði um miðnætti. Haft er eftir Alberti á vef HB Granda að að þetta hafi verið önnur veiðiferðin á loðnumiðin austur af Langanesi á þessu ári.

Loðnan virðist þá vera stór og ætti að henta til frystingar til manneldis, að því gefnu að engin áta sé í henni.

„Við höfum séð stikkprufur hér um borð sem sýna allt niður í 31 stykki í kílóinu en við höfum líka séð 37 stykki og 45 stykki í kílóinu. Mér skilst að það hafi eitthvað verið fryst af afla Venusar NS sem kom aftur á miðin í gær og til standi að reyna frystingu á hluta þess afla sem við erum með. Það fer þó allt eftir því hvort áta er í loðnunni eða ekki,“ sagði Albert en er rætt var við hann var Víkingur kominn með tæplega 1.100 tonna afla. Þar af skilaði mánudagurinn tæpum 700 tonnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »