Tækifæri fyrir íslenskan fisk á Indlandi

Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur ...
Sjómenn í Chennai selja afla sinn. Hinn almenni Indverji hefur líklega ekki efni á íslenskum fiski en hótel og veitingastaðir vilja hráefni í hæsta gæðaflokki. AFP

Reply fiski hefur gengið vel að hefja sölu á íslenskum sjávarafurðum til Indlands. Þegar byrjað verður að fljúga beint til Indlands í lok árs ætti sendingartíminn að styttast töluvert og kostnaður að lækka. Fullnægja þarf ströngum formkröfum og íslenskur fiskur ber 10-30% toll.

WOW air tilkynnti fyrr á árinu að flugfélagið myndi í desember hefja beint flug frá Keflavík til Delí á Indlandi. Er reiknað með að WOW bæti við a.m.k. einum áfangastað á Indlandi og eins hefur Icelandair lýst yfir áhuga á að fljúga til Indlands.

Íslenskir fiskútflytjendur hafa nýtt tækifærið þegar flugfélögin hafa stækkað leiðakerfi sitt og tekist að opna nýja markaði fyrir ferskar íslenskar sjávarafurðir. Í tilviki Indlands virðast þreifingarnar ætla að fara hægt af stað og gat blaðamaður greint það hjá útflutningsfyrirtækjunum að þau væru ekki enn farin að gefa Indlandi mikinn gaum.

Siddharth Swaminathan, kallaður Sidd, getur aftur á móti ekki beðið eftir fyrsta beina fluginu til Indlands og segist hann vera þess fullviss að áður en langt um líður verði fiskútflytjendur búnir að fullnýta vöruflutningagetu vélanna sem fljúga til Indlands. „Í hverri vél má reikna með plássi fyrir um tíu tonn af varningi og grunar mig að til lengri tíma litið muni það alls ekki vera nóg fyrir seljendur íslensks fisks á Indlandi. Við þurfum ekki annað en að skoða hve mikið magn af fiski fer frá Íslandi til Bandaríkjanna, en á Indlandi búa fjórfalt fleiri.“

Til Indlands á innan við 70 tímum

Sidd er stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Reply fiskur (www.reply.is) og hefur um nokkurra mánaða skeið selt íslenskar sjávarafurðir til Indlands í samvinnu við IQS ehf. „Við sendum fiskinn til Bangalore, Kolkata, Chennai og Mumbai með viðkomu í Evrópu. Núverandi flutningsleið er nokkuð dýr og fiskurinn þarf að bíða í uppundir átta klukkustundir á milli véla en bein tenging við Indland ætti að vera hagkvæmari og flutningstíminn töluvert styttri. Beina flugið þýðir að við eigum auðveldara með að standa við það loforð okkar að afhenda kaupendum á Indlandi fiskinn innan við 70 klukkustundum eftir að hann var veiddur.“

Sidd er sonur fyrsta sendiherra Indlands á Íslandi og hefur sterka tengingu við landið. Í gegnum Reply hefur hann selt íslenskan fisk til Bandaríkjanna, Þýskalands, landanna á Íberíuskaga og til Brasilíu, en Indland bættist við fyrir átta mánuðum. Hann segir ekki hafa gengið þrautalaust að hefja sölu á Indlandi en til mikils sé að vinna enda markaðurinn risastór. „Indland er á hraðleið með að verða fjölmennasti markaður heims og ef okkur tækist að fá aðeins brotabrot af prósenti landsmanna til að kaupa íslenskan fisk yrðu það mjög arðbær viðskipti.“

Formkröfur, leyfi og tollar

Stærsta hindrunin sem Sidd rak sig á var að indversk stjórnvöld gera ófrávíkjanlegar kröfur um að ákveðið form sé á þeim vottorðum sem fylgja íslenska fiskinum. Tók marga mánuði að fullnægja formkröfunum og kallaði á tíðar ferðir á milli ráðuneyta, en hafðist svo á endanum. „Það er ekkert sem heitir að ætla að mæta upp í ráðuneyti og ætla að fá sísvona leyfi fyrir fisksendingu sem er væntanleg næsta dag. Biðtímar eru langir og innflutningsleyfið þarf að endurnýja á sex mánaða fresti.“

Segir Sidd að margir hafi verið reiðubúnir að hjálpa Reply að yfirstíga hindranirnar og nefnir hann m.a. Sigurð Ólafsson hjá IQS, Matvælastofnun, sendiráð Íslands á Indlandi, viðskiptaráðuneyti Indlands og Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra.

Íslenskur fiskur ber 30% toll á Indlandi ef hann er fluttur inn í bitum en 10% ef fiskurinn kemur til landsins heill og segir Sidd að það hafi einkum verið Norðmenn og Skotar sem hafi gert sig gildandi á markaðinum fyrir hágæða sjávarfang á Indlandi. Reply hefur aðallega selt fisk til leiðandi hótela og veitingastaða en að mati Sidd má reikna með því að hinn almenni indverski neytandi vilji neyta meira af hollum og hreinum sjávarafurðum og að markaðurinn fyrir íslenskan fisk stækki í takt við vaxandi velsæld í indversku þjóðfélagi:

„Það sem mig langar að gera er að kenna Indverjum að njóta íslenska fisksins eins og hann er. Indverjar hafa sínar matarhefðir og eru hrifnir af bragðmiklum kryddum og þegar fiskur er eldaður á þá vegu má fela ýmislegt, svo að framúrskarandi gæði hráefnisins koma ekki endilega svo skýrt fram.“

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.11.18 286,26 kr/kg
Þorskur, slægður 16.11.18 327,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.11.18 232,01 kr/kg
Ýsa, slægð 16.11.18 207,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.11.18 39,87 kr/kg
Ufsi, slægður 16.11.18 164,36 kr/kg
Djúpkarfi 12.11.18 246,54 kr/kg
Gullkarfi 16.11.18 303,09 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 16.11.18 269,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.11.18 Guðmundur Einarsson ÍS-155 Landbeitt lína
Þorskur 340 kg
Ýsa 113 kg
Skarkoli 32 kg
Steinbítur 11 kg
Karfi / Gullkarfi 1 kg
Samtals 497 kg
17.11.18 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 1.176 kg
Ufsi 14 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 1.192 kg
17.11.18 Einar Hálfdáns ÍS-011 Landbeitt lína
Þorskur 3.462 kg
Ýsa 1.220 kg
Skarkoli 55 kg
Langa 8 kg
Hlýri 7 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 4.754 kg

Skoða allar landanir »