„Snýst ekkert um heppni“

Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK.
Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Sumir vilja meina að við höfum verið heppnir en þetta snýst ekkert um heppni heldur lagni og þolinmæði,“ segir Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK. Góð kolmunnaveiði var í íslenskri lögsögu í júlí síðastliðnum, og samkvæmt upplýsingum á vef Síldarvinnslunnar bárust henni alls 17.400 tonn til vinnslu.

Segir Gísli að veiðin hafi gengið framar vonum og áhöfn skipsins fyllt lestina í aðeins fimm til sex holum.

Bjarni Ólafsson AK kom með fullfermi til Neskaupstaðar alls fjórum sinnum í júlímánuði og aflaði þannig tæpum 6.400 tonnum. Þá landaði Börkur NK 5.400 tonnum, Beitir NK 3.300 tonnum og önnur skip útgerðarinnar 2.300 tonnum.

Skip Síldarvinnslunnar hafa nú gert hlé á kolmunnaveiðum og snúið sér til makrílveiða.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.8.18 219,80 kr/kg
Þorskur, slægður 17.8.18 283,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.8.18 210,62 kr/kg
Ýsa, slægð 17.8.18 182,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.8.18 54,30 kr/kg
Ufsi, slægður 17.8.18 100,09 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 17.8.18 161,09 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.8.18 235,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.8.18 Auður Vésteins SU-088 Lína
Keila 1.726 kg
Karfi / Gullkarfi 205 kg
Þorskur 143 kg
Hlýri 71 kg
Ufsi 47 kg
Samtals 2.192 kg
19.8.18 Hrafnreyður KÓ-100 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 12.975 kg
Samtals 12.975 kg
19.8.18 Áki Í Brekku SU-760 Línutrekt
Þorskur 1.943 kg
Ýsa 391 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 37 kg
Ufsi 29 kg
Samtals 2.484 kg
19.8.18 Klettur ÍS-808 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 15.215 kg
Samtals 15.215 kg

Skoða allar landanir »