Góður gangur í kolmunnavertíðinni

Guðrún Þorkellsdóttir SU á kolmunnaveiðum.
Guðrún Þorkellsdóttir SU á kolmunnaveiðum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Alls er búið að landa 185 þúsund tonnum af kolmunna frá áramótum, samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu. Nóg hefur því verið að gera í fiskimjölsverksmiðjum fyrir austan og í Vestmannaeyjum að undanförnu. Heimildir ársins eru alls um 267 þúsund tonn.

Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Granda, sagði í gær að eftir góða hrotu í færeyskri lögsögu þegar skipin fylltu sig í fáum og tiltölulega stuttum holum hefði veiðin aðeins dottið niður í byrjun vikunnar. Skipin hefðu því fært sig af miðunum vestur af Færeyjum og suður fyrir eyjarnar á nýjan leik.

Kolmunninn er nú í ætisgöngu norður á bóginn eftir hrygningu vestan og norðvestan Bretlandseyja.

Víkingur AK 100 var í gær búinn að landa tæplega 18 þúsund tonnum frá áramótum, Aðalsteinn Jónsson SU 11 var kominn með tæplega 17 þúsund tonn og Beitir NK 123 með 16.600.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.5.19 285,33 kr/kg
Þorskur, slægður 24.5.19 334,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.5.19 335,53 kr/kg
Ýsa, slægð 24.5.19 255,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.5.19 101,03 kr/kg
Ufsi, slægður 24.5.19 136,10 kr/kg
Djúpkarfi 22.5.19 127,41 kr/kg
Gullkarfi 24.5.19 112,86 kr/kg
Litli karfi 22.5.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 24.5.19 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.5.19 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 1.258 kg
Ýsa 144 kg
Steinbítur 95 kg
Langa 75 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Hlýri 6 kg
Skarkoli 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.599 kg
25.5.19 Litlanes ÞH-003 Línutrekt
Þorskur 319 kg
Hlýri 148 kg
Ýsa 92 kg
Keila 77 kg
Steinbítur 19 kg
Karfi / Gullkarfi 19 kg
Samtals 674 kg
25.5.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 1.091 kg
Hlýri 157 kg
Keila 20 kg
Karfi / Gullkarfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 1.284 kg

Skoða allar landanir »