Afkoma HB Granda ekki viðunandi

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður HB Granda hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins var 3,9 milljónir evra, sem samsvarar um 542 milljónum kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 9,7 milljónir evra eða 16,7% af rekstrartekjum, en var 7,8 milljónir evra árið áður. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri félagsins, segir að afkoman á ársfjórðungnum hafi ekki viðunandi fyrir eins stórt félag og HB Granda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir, að rekstrartekjur HB Granda á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi numið  58 milljónum evra samanborið við 50 milljónum evra árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 9,7 milljónir evra, sem fyrr segir, eða 16,7% af rekstrartekjum, en var 7,8 milljónir evra eða 15,5% árið áður.

Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 0,7 milljónir evra, en voru neikvæð um 1,3 milljónir evra á sama tíma árið áður. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 0,05 milljónir evra, en voru jákvæð um 1,4 milljónir evra árið áður.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 5,0 milljónir evra og hagnaður tímabilsins var 3,9 milljónir evra, sem fyrr segir.

Heildareignir félagsins námu 656,8 milljónum evra í lok mars 2019. Þar af voru fastafjármunir 554,5 milljónir evra og veltufjármunir 102,3 milljónir evra. Eigið fé nam 270,4 milljónum evra, eiginfjárhlutfall í lok mars var 41,2%, en var 41,9% í lok árs 2018.

Heildarskuldir félagsins voru í marslok 386,4 milljónir evra.

Áfall að loðuveiðar voru ekki heimilaðar - eiga samt að geta gert betur

„Afkoman á ársfjórðungnum var ekki viðunandi fyrir eins stórt félag og HB Granda. EBITDA hækkaði í 9,7 milljónir evra úr 7,8 milljónum fyrir sama tímabil í fyrra, sem er gott, en hafa þarf í huga að efnahagsreikningurinn er umtalsvert stærri núna en þá. Það skiptir miklu að hafa augastað á þeim fjármunum sem liggja undir við að búa til rekstrarhagnað. Vissulega var það áfall fyrir okkur að ekki voru heimilaðar loðnuveiðar í vetur en við eigum samt að geta gert betur og að því stefnum við,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, í tilkynningunni. 

Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi verður haldinn föstudaginn 31. maí klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »