Enginn með aflahlutdeild yfir kvótaþakinu

Brim og Samherji njóta hæstrar aflahlutdeildar.
Brim og Samherji njóta hæstrar aflahlutdeildar.

Enginn aðili fer einn og sér yfir hámarkshandhöfn á aflahlutdeildum á fiskveiðiárinu 2019/2020. Í aflamarki má enginn einn aðili fara með meira en 12% af samanlögðu heildarverðmæti aflahlutdeilda allra tegunda.

Heildarhlutdeild í krókaaflamarki má ekki fara yfir 5% af samanlögðu heildarverðmæti krókaaflahlutdeilda. Auk þessa er hámark í einstökum tegundum.

Fiskistofa birti á heimasíðu sinni í gær upplýsingar um aflahlutdeild stærstu útgerða 1. september og hafa litlar breytingar orðið frá því að sams konar upplýsingar voru birtar í mars í kjölfar úthlutunar aflamarks í deilistofnum um áramót.

Eins og undanfarin ár eru Brim hf. (áður HB Grandi) og Samherji Ísland hf. í tveimur efstu sætunum. Brim hf. er með um 10,44% af hlutdeildunum en var í mars með 9,76%. Samherji er með 7,10%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 17,54% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í næstu sætum koma síðan Fisk-Seafood ehf. á Sauðárkróki, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum.

Stærstu útgerðir í krókaaflamarki eru Grunnur ehf. í Hafnarfirði með 4,51% krókaaflahlutdeildanna. Í öðru sæti er Stakkavík ehf. í Grindavík með 4,08% og Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík með 4,07% í þriðja sæti.

Útgerðum með aflahlutdeildir fækkaði úr 946 á fiskveiðiárinu 2005/2006 í 442 á síðasta fiskveiðiári. Á þessu fiskveiðiári hefur þeim hins vegar fjölgað í 711. Fjölgunin skýrist að langmestu leyti af kvótasetningu á hlýra og makríl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,53 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,53 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Petra ÓF 88 Grásleppunet
Grásleppa 1.572 kg
Þorskur 81 kg
Skarkoli 35 kg
Steinbítur 11 kg
Ufsi 5 kg
Djúpkarfi 1 kg
Samtals 1.705 kg
26.4.24 Hafdís Helga EA 51 Grásleppunet
Grásleppa 546 kg
Samtals 546 kg
26.4.24 Auður HU 94 Grásleppunet
Grásleppa 1.519 kg
Þorskur 196 kg
Steinbítur 28 kg
Rauðmagi 25 kg
Skarkoli 4 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 1.773 kg

Skoða allar landanir »