Hnúðlaxar veiddust í yfir 60 ám á þessu sumri

Hnúðlax. Aldrei hafa jafn margir veiðst hér á landi og ...
Hnúðlax. Aldrei hafa jafn margir veiðst hér á landi og í sumar sem leið.

Hnúðlaxar veiddust í yfir 60 ám í sumar og hafa aldrei veiðst á fleiri stöðum, samkvæmt upplýsingum Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar. Í sumum ám veiddist mikill fjöldi hnúðlaxa, nefna má 15 hnúðlaxa í Selá og 11 í Laxá í Aðaldal.

Fjöldi hnúðlaxa er meiri á árum sem enda á oddatölu og mesti fjöldi til þessa var 2017 þegar yfir 70 hnúðlaxar voru skráðir. Ekki eru mörg ár síðan það þótti mikið þegar um 10 hnúðlaxar voru skráðir. Endanlegur fjöldi skráðra hnúðlaxa þessa árs liggur þó ekki fyrir fyrr en allar veiðibækur hafa verið skráðar.

Vart hefur orðið við hrygningu hnúðlaxa í íslenskum ám, en eftir fyrstu og einu hrygninguna drepast bæði hrygna og hængur. 

Blandast ekki atlantshafslaxi

Hnúðlaxar eru af tegund af ætt kyrrahafslaxa og geta þeir ekki blandast atlantshafslaxi. Ekki er því hætta á blöndun hnúðlaxa við laxa í íslenskum ám, að sögn Guðna. Hvort hnúðlaxar nái að mynda stóra stofna í ám hér á landi á eftir að koma í ljós. Einnig á eftir að koma í ljós hvort og hvaða vistfræðilegu áhrif þeir kunna að hafa.

Hrygningartími hnúðlaxa er í ágúst og september sem er mun fyrr en hjá íslenskum laxfiskum. Hrognin klekjast eftir vetur í ánni og seiðin dvelja síðan í ánni í nokkrar vikur. Vaxtartími í sjó er eitt ár en þessi lífsferill gerir að verkum að ekki er blöndun á milli fiska á oddaári og jöfnu ári.

Nýgenginn hnúðlax er sagður ágætismatfiskur, en gæðin minnka mjög þegar nær dregur hrygningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.19 366,09 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.19 409,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.19 277,39 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.19 259,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.19 156,07 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.19 178,38 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.19 234,47 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.11.19 281,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.19 Rifsari SH-070 Dragnót
Skarkoli 1.447 kg
Þorskur 1.277 kg
Sandkoli 82 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 46 kg
Lúða 6 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 2.863 kg
18.11.19 Lilja SH-016 Lína
Þorskur 14.610 kg
Hlýri 64 kg
Grálúða / Svarta spraka 55 kg
Keila 40 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 14.784 kg
18.11.19 Steinunn SH-167 Dragnót
Þykkvalúra / Sólkoli 61 kg
Ýsa 58 kg
Samtals 119 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.11.19 366,09 kr/kg
Þorskur, slægður 18.11.19 409,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.11.19 277,39 kr/kg
Ýsa, slægð 18.11.19 259,63 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.11.19 156,07 kr/kg
Ufsi, slægður 18.11.19 178,38 kr/kg
Djúpkarfi 24.10.19 250,00 kr/kg
Gullkarfi 18.11.19 234,47 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.11.19 281,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.11.19 Rifsari SH-070 Dragnót
Skarkoli 1.447 kg
Þorskur 1.277 kg
Sandkoli 82 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 46 kg
Lúða 6 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 2.863 kg
18.11.19 Lilja SH-016 Lína
Þorskur 14.610 kg
Hlýri 64 kg
Grálúða / Svarta spraka 55 kg
Keila 40 kg
Karfi / Gullkarfi 15 kg
Samtals 14.784 kg
18.11.19 Steinunn SH-167 Dragnót
Þykkvalúra / Sólkoli 61 kg
Ýsa 58 kg
Samtals 119 kg

Skoða allar landanir »