Fiskur sem útgerðir landa fari á uppboðsmarkað

Axel Helgason, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar, segir meðal annars vaxandi launakostnað, óhagfelda …
Axel Helgason, formaður Sjávarútvegsráðstefnunnar, segir meðal annars vaxandi launakostnað, óhagfelda gengisþróun og veiðigjöld vera íþyngjandi fyrir íslenskan sjávarútveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Helgason, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar, segist óttast fækkun smærri fiskvinnsla og segir það óheppilega þróun að framboð fisks á markaði fari minnkandi.

„Undanfarin ár hafa aðeins um 18% af bolfiski verið boðin upp á fiskmarkaði og aukning orðið í beinni sölu á fiski til útflutnings. Það að ekki skuli meiri fiskur rata á markað veldur ýmsum vandræðum, s.s. að sá fiskur sem útgerðarfélög landa beint inn í eigin vinnslu er gerður upp á verði sem miðar við markaðsverð, sem er þó ekki að myndast við eðlileg skilyrði,“ segir Axel en bætir við að það þurfi að leysa þennan vanda með sem minnstum inngripum.

„Ein leið gæti verið að kveða á um að allur sá fiskur sem útgerðir landa og taka ekki beint inn í eigin vinnslu verði að fara á uppboðsmarkað,“ segir hann og kveðst einnig óttast að það þrengi að sjávarútvegi úr ýmsum áttum. Þannig hafi launakostnaður hækkað hratt, gengisþróunin verið óhagfelld að undanförnu, og veiðigjöld verið íþyngjandi.

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

„Núna er deilan um veiðigjöldin komin nokkurn veginn fyrir horn og upphæðirnar viðráðanlegar. Hefur það komið sér vel á þessu ári þar sem fiskverð hefur verið á uppleið og margar tegundir hækkað um fjórðung eða þriðjung. En afkoma veiða í ár verður notuð til viðmiðunar við útreikning veiðigjalda árið 2021 og hætt við að það komi illa við greinina ef markaðsverð hefur þá lækkað á ný. Ættu stjórnvöld að hafa það hugfast að til lengri tíma litið hefur ríkissjóður mestra hagsmuna að gæta af því að sjávarútvegsfyrirtækjum séu sköpuð góð starfsskilyrði og ekki of hart sótt að greininni með sértækum sköttum, enda skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af daglegri starfsemi sjávarútvegsins margfalt hærri en þær tekjur sem fást með veiðigjaldinu.“

Vottuð, hrein og umhverfisvæn

Að þessu sögðu kemur Axel auga á fjölda tækifæra til að gera enn betur, og þannig viðhalda forskoti íslensks sjávarfangs. Hann leggur sérstaka áherslu á gott markaðsstarf og segir að þar geti það hjálpað íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að flagga því að alþjóðleg vottunarfyrirtæki hafi vottað sjálfbærni veiða úr helstu nytjastofnum í íslenskri lögsögu, auk þess að sjórinn umhverfis landið sé eins hreinn og kostur er.

„Greinin ætti líka að gefa því gaum að í umræðunni um umhverfismál sé sjávarfang ekki talað niður. Þannig hefur plastmengun í höfunum verið mjög til umræðu undanfarin misseri og umfjöllunin á þeim nótum að neytendur geti vænst þess að finna plast í fiskbitanum sínum. Bætist það við fréttaflutning um að fiskstofnar heimsins séu ofnýttir, og dynur þannig á neytendum neikvæð umfjöllun um sjávarfang,“ útskýrir hann. „Það þarf að gæta þess að jákvæðu sögurnar heyrist líka, og t.d. ættum við að leggja okkur fram við að upplýsa neytendur um að sótspor hvers kílógramms af fiski sem syndir frjáls þar til hann er dreginn úr sjó er um einn þrítugasti af sótspori kílógramms af kjöti af búfénaði sem ræktaður er á landi.“

Aðspurður hvað geti helst tryggt að íslenskur sjávarútvegur dafni vel á komandi áratugum segir Axel að þurfi að búa þannig um hnútana að sem mestur fjölbreytileiki sé í greininni. „Það er mín skoðun að ekki sé endilega farsælast að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki stækki æ meira og meira með samrunum og yfirtökum. Styrkleikinn felst í fjöbreytileikanum og að margir aðilar sérhæfi sig hver með sínum hætti í að framleiða og selja ákveðnar vörur, og að sjávarútvegstengd starfsemi safnist ekki öll á fáar hendur.“

Ítarlegt viðtal við Axel Helgason var birt í 200 mílum 31. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.100 kg
Ýsa 114 kg
Steinbítur 57 kg
Keila 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.277 kg
1.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.183 kg
Ýsa 242 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.462 kg
1.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 9.046 kg
Þorskur 879 kg
Ýsa 57 kg
Keila 35 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 10.032 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 391,92 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 189,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,69 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,62 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.5.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.100 kg
Ýsa 114 kg
Steinbítur 57 kg
Keila 4 kg
Karfi 2 kg
Samtals 1.277 kg
1.5.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 4.183 kg
Ýsa 242 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.462 kg
1.5.24 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 9.046 kg
Þorskur 879 kg
Ýsa 57 kg
Keila 35 kg
Skarkoli 15 kg
Samtals 10.032 kg

Skoða allar landanir »