NYT fjallar um loftslagsbreytingar og íslenskan sjávarútveg

Grein New York Times fjallar m.a. um loðnubrestinn og hvernig ...
Grein New York Times fjallar m.a. um loðnubrestinn og hvernig deilur um fiskstofna geta valdið togstreitu milli þjóða. Ómar Óskarsson

Bandaríska dagblaðið New York Times birtir í dag á vef sínum ítarlega umfjöllun um áhrif hitastigsbreytinga í hafi á íslenska fiskstofna. Í greininni er bæði rætt um hvernig hlýnun sjávar umhverfis landið hefur átt þátt í tilfærslu stofna inn og út úr íslenskri lögsögu, en einnig hvernig hreyfingar fiskstofna hafa valdið deilum á milli þjóða.

Blaðamaður NYT ræðir m.a. við íslenska sjómenn og fræðimenn um þróunina og hvernig breyttar aðstæður í sjó kunna að skýra loðnubrest, auk þess að hafa áhrif á stofna eins og þorskinn sem m.a. nærist á loðnu. Bendir blaðamaður á að eftir því sem sjór hlýnar leiti fiskurinn í hafinu í kaldari sjó nær pólunum, og ef vissar tegundir hverfa frá íslenskum fiskveiðimiðum komi aðrar í staðinn. Á þeim svæðum jarðar þar sem hafið er heitast megi vænta þess að staðan verði töluvert verri, enda engar tegundir sem koma í stað þeirra sem flýja hitann. Þannig kunni dýrmæt uppspretta dýrapróteins að vera í hættu hjá fólki í strandhéruðum margra fátækustu ríkja heims, við miðbaug.

Grein New York Times kemur inn á fiskveiðideilur Íslands, Noregs, Bretlands og Evrópusambandsins og hefur blaðið eftir fræðimanni við Rutgers-háskóla að deilur um fiskveiðar hafi átt þátt í að Ísland ákvað að gerast ekki aðili að Evrópusambandinu. Vitnar greinin einnig í prófessor við Iowa-háskóla, sem komst að því að frá seinni heimsstyrjöld megi rekja um fjórðung hernaðardeilna milli lýðræðisríkja til átaka um fiskveiðar. Ályktar blaðamaður að þess háttar deilur geti orðið tíðari ef loftslagsbreytingar valda því að dýrmætar fisktegundir færast frá lögsögu einnar þjóðar til annarrar. ai@mbl.is

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.19 389,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.19 453,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.19 301,64 kr/kg
Ýsa, slægð 8.12.19 269,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.19 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.19 250,62 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.19 218,48 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 197,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.19 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 940 kg
Samtals 940 kg
8.12.19 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.523 kg
Ýsa 1.135 kg
Samtals 4.658 kg
8.12.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
8.12.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 6.600 kg
Karfi / Gullkarfi 1.594 kg
Ýsa 929 kg
Keila 113 kg
Hlýri 51 kg
Samtals 9.287 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.12.19 389,87 kr/kg
Þorskur, slægður 8.12.19 453,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.12.19 301,64 kr/kg
Ýsa, slægð 8.12.19 269,22 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.12.19 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.12.19 250,62 kr/kg
Djúpkarfi 4.12.19 156,00 kr/kg
Gullkarfi 8.12.19 218,48 kr/kg
Litli karfi 6.11.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.19 197,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.12.19 Fjóla GK-121 Plógur
Pílormur 940 kg
Samtals 940 kg
8.12.19 Sævík GK-757 Lína
Þorskur 3.523 kg
Ýsa 1.135 kg
Samtals 4.658 kg
8.12.19 Páll Jónsson GK-357 Lína
Tindaskata 1.168 kg
Samtals 1.168 kg
8.12.19 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 6.600 kg
Karfi / Gullkarfi 1.594 kg
Ýsa 929 kg
Keila 113 kg
Hlýri 51 kg
Samtals 9.287 kg

Skoða allar landanir »